Ný viðmið í þjónustu
Íbúðakaupendur í Austurhöfn hafa aðgengi að einstakri þjónustu. Allt frá upphafi kaupferlis njóta íbúðakaupendur aðstoðar þjónustufulltrúa Austurhafnar, sem kemur sér oft afar vel, þar sem í mörg horn er að líta við íbúðakaup. Í Stúdíó Austurhöfn geta íbúðakaupendur geta nýtt sér hönnunarráðgjöf Stúdíó Homestead og Nordic Smartspaces við útfærslu innréttinga, húsgangaval og útfærslu snjallheimilisins. Og til að setja punktinn yfir i-ið býður i8 galleríið ráðgjöf við valið á listmunum í nýju íbúðina.
Eftir íbúðakaupin njóta íbúar Austurhafnar þjónustu af hæsta gæðaflokki. Sérstakur þjónustufulltrúi Austurhafnar verður til staðar til eftirlits og aðstoðar við íbúana, sem geta einnig nýtt sér ýmsa sérþjónustu ERT Concierge, allt frá gæludýrapössun til veisluþjónustu.
Síðast en ekki síst njóta íbúar Austurhafnar 5 stjörnu þjónustu Reykjavík EDITION hótelsins.

Þjónusta í sérflokki
Þjónustufulltrúi íbúaþjónustu verður á svæðinu virka daga til að annast samskipti við aðila sem veita þjónustu í húsinu, tekur á móti sendingum, hefur eftirlit með aðgangi að húsinu og er til aðstoðar við íbúa og eigendur. Eignaumsjón ehf. mun sinna því sem viðkemur sameign hússins og sameiginlegum kerfum þess fyrir húsfélag Austurhafnar og aðstoða auk þess við funda- og reikningshald. Gegn aukagjaldi stendur íbúum og eigendum íbúða til boða margvísleg önnur þjónusta frá ERT Concierge. Má þar nefna aðstoð við val á húsgögnum og innanstokksmunum í íbúðirnar, þrif, matargerð, barnapössun, gæludýragæslu, fatahreinsun, skipulag ferða og margt fleira.

Reykjavik EDITION - Einstök kjör fyrir íbúa
Það eru góðar fréttir fyrir íbúða að fá nágranna á borð við Reykjavik EDITION hótelið í hverfið. Íbúða Austurhafnar munu njóta ýmissa sérkjara á þjónustu frá hótelinu sem ekki aðrir en hótelgestir hafa kost á.

Stúdíó Austurhöfn
Stúdíó Austurhöfn er glæsilegt sýningar og hönnunarrými ætlað þeim sem vilja kynna sér íbúðirnar í Austurhöfn og öðru sem svæðið býður upp á. Stúdíó Austurhöfn býður upp á þjónustu fyrir íbúðakaupendur sem er sérsniðin er að þörfum hvers og eins.