Þjónusta - Austurhofn

Við sjáum um þetta

Þjónustufulltrúi íbúaþjónustu verður á svæðinu 8 tíma á dag, alla virka daga. Hann annast öll samskipti við þá sem veita þjónustu í húsinu, tekur á móti sendingum, hefur eftirlit með aðgangi að húsinu og er til aðstoðar við íbúa og eigendur. Eignaumsjón ehf. sinnir því sem viðkemur sameign hússins og sameiginlegum kerfum þess fyrir húsfélag Austurhafnar og aðstoðar félagið auk þess við funda- og reikningshald.

Aukin þjónusta

Gegn aukagjaldi stendur íbúum og eigendum íbúða til boða margvísleg önnur þjónusta frá ERT Concierge. Má þar nefna aðstoð við val á húsgögnum og innanstokksmunum í íbúðirnar, þrif, matargerð, barnapössun, gæludýragæslu, fatahreinsun, skipulag ferða og margt fleira.

Stæði á besta stað í bænum

Bílastæði og geymsla fyrir hverja íbúð eru í rúmgóðum kjallara á tveimur hæðum. Eitt bílastæði fylgir flestum íbúðum en með stærri íbúðum fylgja tvö stæði. Bílakjallarinn er aðgangsstýrður og aðeins fyrir íbúa Austurhafnar.

Við hvert stæði verður Zaptec hleðsludokka og geta eigendur komið þar fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbílinn. Zaptec hleðslustöð er útbúin álagsstýringu og mælir orkunotkun viðkomandi stæðis og tryggir að hver eigandi greiði einungis fyrir sína raforkunotkun.

List sem hæfir heimilinu

Íbúum Austurhafnar stendur til boða aðstoð við val og kaup á listaverkum fyrir heimilið frá i8 galleríi sem hefur frá stofnun árið 1995 verið eitt mikilvægasta myndlistargallerí landsins. i8 hefur gegnt burðarhlutverki við kynningu á íslenskri myndlist á alþjóðavettvangi sem og að kynna nýja myndlistarstrauma fyrir Íslendingum.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.