Eftir að hafa verið starfrækt í rúma tvo áratugi hefur i8 getið sér framúrskarandi orðspor utan landsteinanna. Galleríið er þar að auki í forystu sem einn metnaðarfyllsti vettvangurinn fyrir framsækna, alþjóðlega samtímalist á Íslandi. Verk Alicja Kwade og Ernesto Neto hafa vakið verðskuldaða athygli, auk sýninga Ragnars Kjartanssonar og Ólafs Elíassonar.
I8 hóf starfsemi árið 1995. Heiti gallerísins vísar til fyrstu húsakynna þess við Ingólfsstræti 8 í Reykjavík. Listakonan Edda Jónsdóttir stofnaði i8 út frá þeirri hugsjón að auka bæri fjölbreytni og kraft hérlendrar listasenu með því að skapa vettvang fyrir samstarf og tengingar við listamenn á alþjóðavísu. Opnunarsýning i8 sýndi verk Hreins Friðfinnssonar og sló tóninn fyrir þá stefnu i8 að leggja áherslu á áhugaverða samtímalist og bjóða fólki að komast í tæri við bæði íslenska og alþjóðlega listamenn.

Hvetjandi listaverk
Heimsókn frá meðlimi i8 liðsins er yfirleitt fyrsta skrefið í því að finna út hvaða listaverk henta best hverri íbúð sem og eiganda þess. Endanleg niðurstaða er afleiðing mismunandi hugmynda og innréttinga í íbúðinni. í því ferli eru skoðuð margs konar mismunandi listaverk; málverk, skúlptúrar og allt þar á milli, frá mörgum listamönnum sem I8 starfar með. Markmiðið er að finna alltaf stykki sem hvetur eigandann og hentar heimilinu. i8 veitir ráðgjöf og þjónustu til að ná þessari lokaniðurstöðu.