Hverfið - Austurhofn

Miðpunktur verslunar

Austurhöfn er steinsnar frá kjarna reykvískrar verslunar. Íslenskir hönnuðir bjóða vörur sínar til sölu og vönduð alþjóðleg merki prýða hvern búðargluggann á fætur öðrum.

Blanda af því besta

Styrkleika íslenskrar matargerðar er að finna í því hversu fersk og hrein hráefnin eru. Við þetta bætist aukinn metnaður íslenskra kokka og fjölgun frábærra erlendra matreiðslumanna enda hefur Reykjavík nú öðlast verðskuldað orðspor sem ein af matarborgum norðursins.

Menning og list

Klassísk tónlist, myndlist og nýjungar í popptónlist eða listgjörningi. Hvað svo sem kitlar þína menningarbragðlauka þá er auðvelt að svala því í miðbæ Reykjavíkur. Sinfónían og Óperan eru í næsta húsi, í Hörpu, og merkilegan fjölda gallería og listasafna má finna í göngufjarlægð frá Austurhöfn. Til að finna nýlegri listsköpun nægir að stíga út og láta stemninguna leiða sig áfram.

Tónlist öll kvöld

Í huga margra eru Reykjavík og tónlist óaðskiljanlegir þættir. Tónlistarlífið þrífst hvað best í næsta nágrenni við Austurhöfn þar sem reyndir jafnt sem óreyndir tónlistarmenn koma fram á hverju kvöldi.

Besta stund dagsins

Það er fátt jafn nærandi fyrir líkama og sál og að setjast niður með vel lagaðan bolla á fallegu kaffihúsi og virða fyrir sér mannlífið. Í nágrenni Austurhafnar má velja úr ótal kaffihúsum þar sem þú getur mælt þér mót við sjálfan þig – og aðra.

Andaðu að þér sjávarloftinu

Andaðu að þér sjávarloftinu í endurnærandi gönguferð um hafnarbakkann. Við sólarlag skarta Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði sínu fegursta og úti á Granda bíður þín nýhristur drykkur.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.