Hverfið - Austurhofn

Miðpunktur verslunar

Mikil uppbygginu í kringum Austurhöfn mun gera svæðið að þungamiðju verslunar í miðbænum.  Þegar svæðið er fullklárað hafa bæst við um 15.000 fm af nýju verslunar og þjónusturými sem er steinsnar frá íbúðunum.

Nærandi nágrenni

í næsta nágrenni er fjölbreytt flóra matsölustaða sem mun aukast til muna eftir að allt svæðið verður uppbyggt. Á neðri hæðum Austurhafnar munu koma veitingastaðir í einskonar mathöll þar sem auðvelt verður að grípa með rétti til að taka með eða borða á staðnum.  Einnig verður stutt að ganga yfir í Edition hótelið sem mun skarta glæsilegum veitingastöðum og börum.

Menning og list

Klassísk tónlist, nýjungar í popptónlist, myndlist eða listgjörningur. Hvað svo sem augað eða eyrað girnir þá er auðvelt að finna það í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikar, leiksýningar og augnakonfekt í fjölda gallería og listasafna má finna í næsta nágrenni.

Tónlistarlífið blómstar

Í huga margra eru Reykjavík og tónlist óaðskiljanleg. Í glæsilegu tónlistar og menningarhúsi Hörpu er hjarta tónlistarlífisins á Íslandi sem bíður uppá fjölbreytta dagsskrá í mörgum salakynnum allan ársins hring.

Besta stund dagsins

Það er fátt jafn nærandi fyrir líkama og sál og að setjast niður með vel lagaðan bolla á fallegu kaffihúsi og virða fyrir sér mannlífið. Í nágrenni Austurhafnar má velja úr ótal kaffihúsum þar sem þú getur átt stund með sjálfum þér eða hitt aðra.

Útivistin eflir

Andaðu að þér sjávarloftinu í endurnærandi gönguferð eða hjólatúr um nágrennið. Gríptu hjólið úr hjólageymslunni eða reimaðu á þig hlaupaskóna og njótta sólarlagsins þar sem Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði skarta sínu fegursta og úti á Granda bíður þín nýhristur drykkur.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.