Í Austurhöfn hefur þrotlaus vinna farið í hönnun og frágang. Það á ekki síst við um val á innréttingum og heimilistækjum, þar sem leitað var í smiðju rómaðra evrópskra framleiðenda. Þú getur aðlagað heimilið þínum óskum og þörfum með vali á áferð og efnivið á innréttingum. Snjallheimiliskerfið sem fylgir hverri íbúð gerir þér kleift að hafa hlutina nákvæmlega eins og þú vilt hafa þá.
- Sérhannaðar ítalskar innréttingar frá Gili creations
- Nýjasta og fullkomnasta eldhústækjalína Miele
- Hússtjórnarkerfi frá Lutron og Savant
- Innfelld og óbein lýsing einkennir lýsingarhönnun
- Aukin lofthæð í íbúðum
- Gólfhiti og hágæða loftskiptikerfi
- Beinn aðgangur úr lyftu í flestar íbúðir
- Sér baðherbergi innan fjölda svefnherbergja auk fataherbergja
- Auk innbyggðar sturtu er baðkar í flestum íbúðum
- Fjölmargar íbúðir með tvennum svölum
- Sérhannaður garður til einkanota fyrir íbúa
- Einkabílastæði með hleðslustöð og hjólageymsla
- Þjónusta í boði frá Reykjavík Edition

Upplifun í eldhúsinu
Þegar kemur að skipulagi og frágangi eldhússins er hugað að hverju einasta smáatriði til að tryggja að matseld og borðhald séu eins ánægjuleg og unnt er. Efni og tæki hafa jafnframt verið sérvalin út frá framúrskarandi hönnun og endingu. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og fjölbreytni í lita og efnisvali á milli íbúða auðvelda kaupendum að velja íbúð sem endurspeglar persónulegan stíl hvers og eins.

Þín heilsulind
Margur dagurinn byrjar á baðherberginu og þar er oftast síðasti viðkomustaður áður en lagst er til hvílu. Baðherbergið gegnir því mikilvæga hlutverki að gefa fólki orkuskot í upphafi dags en auðveldar því líka að slaka á í lok dags. Til að sinna þessu hlutverki þarf hönnunin því að flétta saman virkni og stíl.

Innbyggð snilld
Íbúðir í Austurhöfn eru allar snjallvæddar með kerfi frá Nordic Smart Spaces, sem gerir þér kleift að stýra lýsingu, hitastigi og aðgengi að íbúðinni með snertiskjám á veggjum, í síma eða spjaldtölvu. Þú getur því stjórnað þessum kerfum hvaðan sem er. Hægt er að bæta við fleiri stillingum eftir óskum eiganda.

Hafðu samband
Fasteignasalan Miklaborg hefur umsjón með sölu eigna í Austurhöfn. Á þessari stærstu fasteignasölu landsins starfa eingöngu löggiltir fasteignasalar og lögmenn, sem veita bestu fáanlegu ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta á Íslandi.
Frekari upplýsingar um íbúðir Austurhafnar má fá með því að fylla út þetta form eða í síma 569 7000.