Er nýja heimilið þitt snjallheimili? - Austurhöfn
Heimili sem hentar þínum takti

Snjallheimilislausnir frá Nordic Smart Spaces veita þér fullkomna stjórn á nærumhverfi þínu svo þú getir aðlagað það þér og þínum þörfum. Allar íbúðir Austurhafnar eru búnar snjallheimiliskerfi sem gerir þér kleift að stýra lýsingu heimilisins, hitastigi og aðgengi að íbúðinni í gegnum snertiskjái á veggjum eða í gegnum spjaldtölvu eða síma. Þú getur stjórnað íbúðinni hvaðan sem er. Hægt er að bæta við enn fleiri kerfum ef þú óskar þess.

Innbyggð snilld

Heimili þitt er athvarf þar sem þú nýtur lífsins og slakar á. Snjallheimilislausnir auðvelda þér þessi þægindi. Íbúðir Austurhafnar hafa verið hannaðar frá grunni til að nýta nýjustu snjallheimilistækni og til að gera uppfærslur í framtíðinni auðveldar. Smart Home kerfið frá Nordic Smart Spaces er auðvelt í notkun, fágað og áreiðanlegt.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Heitt, kalt eða alveg passlegt

Hannaðu blæbrigði í lýsingu og hita fyrir hvert tilefni. Vaknaðu á morgnana við mjúka birtu og upphituð gólf. Láttu uppáhalds tónlistina óma meðan þú liggur í baðinu. Skapaðu afslappaða kvöldstemningu með því einu að ýta á hnapp. Sérskilgreind blæbrigði í lýsingu og hitastigi geta umbreytt herbergjum heimilisins í aðlaðandi rými sem bregðast við óskum þínum og þörfum.

Hvar sem þú ert

Allar íbúðir Austurhafnar eru með innbyggðri Smart Host stjórnstöð frá Savant, sem gerir þér kleift að nota iPhone eða Android snjalltæki til að stýra heimilinu, hvort sem þú ert heima eða að heiman. Öryggi heimilisins er ekki síður mikilvægt en þægindin. Allar íbúðir eru búnar aðgangsstýrikerfi frá 2N, sem tryggir að enginn getur komist inn án þinnar vitundar og samþykkis.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.