title thumbnail
01

Innrétting:

Amerísk hnota

Skápar yfir vaski:

Ljósgráir

Borðplata við vask:

Ljósgrátt kvarts

Borðplata á eldhúseyju:

Ljósbrúnar flísar með marmaraáferð

Veggklæðning:

Ljósbrúnar flísar með marmaraáferð

Eldhúseyja:

Ljósgrátt kvarts í sökkli

title thumbnail
02

Innrétting:

Amerísk hnota

Skápar yfir vaski:

Svartir

Borðplata við vask:

Svart kvarts

Borðplata á eldhúseyju:

Svartar marquina flísar með marmaraáferð

Veggklæðning:

Svartar marquina flísar með marmaraáferð

Eldhúseyja:

Svart kvarts í sökkli

title thumbnail
03

Innrétting:

Svört eik

Skápar yfir vaski:

Svartir

Borðplata við vask:

Ljósgrár kvars

Borðplata á eldhúseyju:

Hvítar flísar með marmaraáferð

Veggklæðning:

Hvítar flísar með marmaraáferð

Eldhúseyja:

Ljósgrátt kvarts í sökkli

title thumbnail
04

Innrétting:

Svört eik

Skápar yfir vaski:

Svartir

Borðplata við vask:

Svart kvarts

Borðplata á eldhúseyju:

Svartar marquina flísar með marmaraáferð

Veggklæðning:

Svartar marquina flísar með marmaraáferð

Eldhúseyja:

Svart kvarts í sökkli

Eldhús nýrra uppgötvana

Þegar kemur að efnisvali og frágangi eldhússins er hugað að hverju einasta smáatriði. Þannig hafa sérsmíðaðar innréttingarnar verið hannaðar til að passa vel við tæki og áhöld, sem einnig hafa verið sérvalin út frá framúrskarandi hönnun þeirra og endingu.

Eigandinn hefur ákveðið svigrúm þegar kemur að efnisvali og útliti. Þannig endurspeglar eldhúsið ekki aðeins þarfir hans heldur einnig smekk og stíl.* Efni eru mismunandi eftir lit og áferð. Oft hefur kaupandi val um tvö mismunandi efni fyrir innréttinguna en fleiri valkosti þegar kemur að vali á borðplötu og framhliðum á skápum. Í hverri íbúð er ísskápur, í mörgum stærri íbúðanna eru tveir ofnar (hefðbundinn ofn og gufuofn), eldavél með innbyggðri viftu í helluborði (utan minnstu íbúðanna) og innbyggð uppþvottavél. Í stærri íbúðum er innbyggður vínkælir og stærri gerð af ísskáp.

Eldhústæki fyrir allar íbúðir

Innbyggður ofn

Miele H 68060

Ofninn er búinn fullkomnum snertiskjá með 100 sjálfvirk kerfi sem henta öllum matgæðingum. Halogen lýsing er í hliðum og fjórfalt gler á framhliðinni kemur í veg fyrir að hún hitni. Sjálfhreinsibúnaður er í ofninum og þráðlaus kjöthitamælir sér til þess að afraksturinn verður fullkominn í hvert sinn.

Gufu- og blástursofn

Miele DGC 680 XS

Fjölhæft tæki sem setur ný viðmið og uppfyllir þarfir hinna kröfuhörðu. Gufueiginleikinn tryggir jafna og fljótvirka eldun en auk þess er í ofninum val um sous vide eldun. Þar að auki er hann búinn fullkomnum snertiskjá, halogen lýsingu í hliðum og sjálfvirkri hurðaopnun.

Sambyggður örbylgju- og blástursofn

Miele H 6800 BMXS

Höldulaus hönnun með sjálfvirkri opnun. Rakastýring og þráðlaus kjöthitamælir trygggja fullkomna eldun og steikingu. Ofninn er búinn nákvæmri stafrænni stjórnun á hita og örbylgjuafli með snertiskjá og mælir auk þess með hitastigi á ákveðnum kerfum. Einnig er mögulegt að búa til allt að 20 sérhönnuð notendakerfi.

Spanhelluborð með innbyggðri viftu

Miele KMDA 7774 FL

Hér er á ferðinni framsækin nýjung þar sem ánægjan við að elda nær nýjum hæðum. Fjórar hellur eru á helluborðinu sem er niðurfellt í steinborðið. Sjálfvirkur styrkur á hljóðlátri borðviftunni, sem staðsett er á miðju helluborðinu, tekur mið af því sem á sér stað á eldavélinni hvort sem það er steiking eða suða.

Innbyggð uppþvottavél

Miele G 6775 SCVi XXL

Fullkominn þvottur og þurrkun á mettíma. Vélin er einstaklega hljóðlát og hurðin opnast sjálfkrafa í lok ákveðinna þvottakerfa, sem eru átta talsins. Stjórnborðið er einfalt og staðsett í falsi vélarinnar. Þar sést hve margar mínútur eru eftir af þvottatímanum.

Innbyggður kæli- og frystiskápur

Liebherr ICN 3386

Demparar í hurðunum sjá til þess að ekkert skellist aftur. Í frystinum er klakavél og þrjár skúffur og hann þarf ekki að afþýða. Skúffur kæliskápsins eru af gerðinni BioFresh sem tryggir betri geymslu og ferskleika ávaxta og grænmetis mun lengur en hefðbundnir kæliskápar.

Eldhústæki fyrir stærri íbúðir

Innbyggður vínkælir

Liebherr UWT gb 1682

Skápurinn hentar sérstaklega vel til langtímageymslu á víni þar sem hann viðheldur réttum raka- og hitaskilyrðum. Í honum eru tvö aðskilin svæði með tilliti til hitastigs. Vínskápurinn er fallega hannaður, höldulaus og opnast við snertingu.

Innbyggður kæli- og frystiskápur

LiebherrECBN 6256

Einstaklega stílhreinn og fallegur og síðast en ekki síst rúmgóður. Kæliskápurinn og frystiskápurinn eru alveg aðskildir og ekki er þörf á að afþýða frystinn. Í frystinum er klakavél og tvær frystiskúffur. Frönsk hurðaopnun er á kæliskápnum og demparar í hurðum tryggja mjúka lokun.

Um framleiðendurna

Frá árinu 1899 hefur þýska fyrirtækið Miele hannað og framleitt eldhústæki í sérflokki. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og sérhæfir sig í gerð vandaðra heimilistækja þar sem gott efni, ending og fallegt útlit fara saman. Liebherr var stofnað árið 1949. Upphaflega framleiddi fyrirtækið byggingarkrana og flugvélahluti en hefur þróast hratt með árunum og skiptist nú upp í þrettán framleiðsludeildir víðs vegar um heiminn. Framleiðsla heimilistækja Liebherr fer að mestu fram í Þýskalandi og Sviss. Fyrirtækið hefur skipað sér sess á meðal þeirra framsæknustu í heiminum með búnaði og vörum sem tryggja skilvirkni og nútímalega hönnun.