Edition - Austurhofn

5 stjörnu nágranni

Hið glæsilega 5 stjörnu hótel The Reykjavík EDITION er staðsett við hlið íbúðanna í Austurhöfn.  EDITION hótelin, sem eru samstarfsaðili Marriott International og hönnuð af Ian Schrager, eru heimsþekkt fyrir þjónustu og hönnun í hæsta gæðaflokki. Þau eru jafnan frábærlega staðsett í völdum heimsborgun og er Reykjavík EDITION engin undantekning þar á. Hótelið er á besta stað við Reykjavíkurhöfn, á milli Hörpunnar og hinnar glæsilegu íbúðabyggingar Austurhafnar. Hvert EDITION hótel skartar því allra besta af veitingastöðum og afþreyingu, þjónustu og skemmtun með áherslu á sérkenni hvers staðar fyrir sig. Á The Reykjavík EDITION verða margir spennandi veitingastaðir, næturklúbbur og „rooftop-bar“ með óviðjafnanlegt útsýni. Það verður upplifun að gera sér ferð að gömlu höfninni og njóta 5 stjörnu máltíðar og skemmtunar á The Reykjavík EDITION.

Sérkjör fyrir Austurhöfn

Það eru góðar fréttir fyrir íbúa Austurhafnar að fá nágranna á borð við Reykjavík EDITION hótelið í hverfið. Íbúar munu njóta ýmissa sérkjara á þjónustu frá hótelinu sem ekki aðrir en hótelgestir hafa kost á. Þannig munu íbúar Austurhafnar geta fengið þjónustu við þrif og þvott, hafa forgang við borðapöntun á veitingastöðum hótelsins, forgangs aðgang að næturklúbbi og vildaraðild að heilsulind og líkamsræktar-aðstöðunni. Þá munu íbúar Austurhafnar geta pantað mat af matseðli hótelsins á öllum tímum sólarhringsins og jafnvel fengið til sín listakokka hótelsins til aðstoðar við matargerð heima.
Öll þjónusta er háð því að hún sé almennt í boði hjá The Reykjavik Edition á hverjum tíma.
Fyrirvari er gerður um að aðstæður geta komið upp sem hindra framboð þjónustunnar, s.s. stöðu á bókunum hótelsins, vegna stærri viðburða eða ófyrirsjáanlegra atvika.
Til að fá upplýsingar um þjónustu í boði, verð og sérkjör fyrir íbúa Austurhafnar vinsamlega hafið samband við Reykjavík EDITION.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.