
Smáatriðin sem skipta máli
Við hönnun baðherbergja er lögð áhersla á þægindi og notagildi ásamt því að láta hvert rými njóta sín í stíl við heildarhönnun íbúða. Þannig er sama efnis og litaval í öllum rýmum hverrar íbúðar.

Hlý, mött og formfögur
Handlaugartækin eru fest í vegg ofan við vaskinn. Liturinn er sá nýjasti úr smiðju Dornbracht; svardökkur, hlýr og mattur, sem setur tóninn fyrir hlýleika og heildarsvip baðherbergisins. Liturinn er afrakstur sérstakrar hönnunar VAIA–línunnar.

Notalegt flæði
Mjúkt og notalegt vatnsflæðið helst í hendur við smekklega hönnun. Dökk og mött áferð tækjanna veitir fágaðan blæ.

Endurnærandi og náttúrulegt
Meira en tveir áratugir eru liðnir síðan Dornbracht kynnti regnsturtuna til leiks. Síðan hafa margar álíka tegundir litið dagsins ljós en þetta er sú eina sanna. Hún líkir eftir raunverulegu regni úti í náttúrunni og hvort sem um er að ræða hressandi kalda morgunsturtu eða mýkjandi heita vatnsmeðferð eftir annasaman dag, þá stendur regnsturtan undir væntingum.
Dornbracht var stofnað árið 1950 af Aloys Dornbracht og syni hans Helmut. Frá því á sjöunda áratugnum hefur Dornbracht unnið náið með hönnunarfyrirtæki Dieter Sieger og lagt áherslu á hágæðavöru og gullfallega hönnun. Áhrif Dornbracht á hönnun baðherbergja um heim allan eru talsverð, bæði hvað varðar hönnunarþætti, en einnig áherslu Dornbracht á að nýta alltaf nýjustu og bestu tækni við að þróa vörur sínar. Fyrirtækinu er nú stjórnað af tveimur sonum Helmut, þeim Andreas og Matthias.