Austurhöfn - einstakar fasteignir til sölu
Austurhofn video logo

Heimsborg við höfnina

Ný viðmið í hönnun og gæðum

Íbúðirnar í Austurhöfn eiga sér enga hliðstæðu. Hönnun, efnisval, frágangur og aðgengi í hverri einustu íbúð er á hæsta mælikvarða til að skapa upplifun sem ekki hefur áður boðist á Íslandi, mitt í hringiðu borgarlífsins og menningar við gömlu höfnina í Reykjavík.

Veldu þitt heimili

Íbúðir Austurhafnar eru hannaðar fyrir ólíkan smekk og þarfir. Frá þeim er ýmist útsýni yfir hafið, fjallahringinn, Hörpu, miðborgina eða fallegan einkagarð íbúa. Íbúðirnar eru fjölbreyttar hvað varðar stærð og herbergjaskipan en allar eiga þær það sameiginlegt að hvergi hefur verið til sparað hvað varðar efnisval og frágang.

Aukin þjónusta í boði

Í Austurhöfn eru sett ný viðmið hvað varðar metnaðarfulla þjónustu við íbúa. Allar sameignir eru þjónustaðar af starfsmanni húsfélags sem jafnframt sér um allt viðhald. Íbúum býðst að auki sérstakt aðgengi að fjölbreyttri þjónustu Reykjavik Edition, s.s. kaup á veitingum, leigubílaþjónustu, þrifum og þvottaþjónustu. Einnig býðst íbúum Austurhafnar afnot af líkamsrækt og heilsulind hótelsins á sérkjörum ásamt því að hægt er að panta herbergisþjónustu af matseðli Reykjavík Edition í íbúðir Austurhafnar. Íbúðirnar eru að auki vel staðsettar hvað varðar alla almenna þjónustu og afþreyingu, m.a.  fjölbreyttrar veitingaþjónustu í mathöll sem staðsett verður á neðstu hæð hússins.

Allt innan seilingar

Það eru margir kostir sem fylgja því að búa í miðborg Reykjavíkur. Varðveiðsla eldri byggðar samhliða mikilli uppbyggingu stuðlar að því að miðborgin mun meira líkjast erlendum stórborgum þar sem iðandi og fjölbreytt mannlíf er einkennandi. Hvergi á landinu er eins fjölbreytt flóra veitingastaða og kaffihúsa og flest menningarhús borgarinnar eru í göngufjarlægð frá Austurhöfn.  Aðeins steinsnar frá heimilinu má finna mat, afþreyingu, útivist, menningu, verslun og þjónustu.

Klassísk nýsköpun

Við hönnun svæðisins sóttu arkitektar hjá T.ark innblástur sinn í vel heppnuð almenningsrými evrópskra borga með það að markmiði að skapa metnaðarfullt borgarsvæði.  Á sama tíma má sjá tilvísun í byggingarsögu Reykjavíkur í fáguðu og tímalausu útliti bygginganna.

Hafðu samband

Fasteignasalan Miklaborg hefur umsjón með sölu eigna í Austurhöfn. Á þessari stærstu fasteignasölu landsins starfa eingöngu löggiltir fasteignasalar og lögmenn sem veita bestu fáanlegu ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta á Íslandi.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.