Nýr heimur við gömlu höfnina

Austurhöfn markar nýja tíma í borginni. Við Reykjavíkurhöfn rísa nú sjötíu og ein íbúð af ólíkum stærðum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Útsýnið er óviðjafnanlegt, ýmist á fjallahringinn eða út á hafið með öllum sínum svipbrigðum, höfnina eða nálægar borgargötur. Skipulag íbúðasvæðisins sækir innblástur til samskonar hafnarsvæða í evrópskum borgum. Arkitektúrinn er framsækinn en um leið klassískur þar sem leitað hefur verið eftir fyrirmyndum úr nærumhverfi Austurhafnar. Þekktar verslanir og spennandi veitingastaðir munu setja svip sinn á hverfið og gera miðborgarflóruna enn fjölbreyttari.

Klassísk nýsköpun

Íbúðirnar í Austurhöfn og fólkið sem í þeim býr verða mikilvægur hluti af nýju og spennandi hverfi í borginni. Við hönnun svæðisins sóttu arkitektar hjá T.ark innblástur í best hönnuðu og best heppnuð almenningsrými í evrópskum borgum. Á sama tíma er útlit bygginganna, með mismunandi klæðningu og áferð, tilvísun í byggingarsögu Reykjavíkur.

Ný viðmið í frágangi

Í Austurhöfn eru sett ný viðmið í frágangi og efnisvali og í þjónustu við íbúa. Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna innréttingar í íbúðirnar þannig að þær uppfylli ýtrustu óskir kröfuharðra kaupenda. Ekkert er sparað í efnisvali og allur frágangur samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Allar íbúðir eru búnar snjallheimiliskerfi sem býður upp á ótalmargar leiðir til að laga heimilið að þörfum íbúa.

Allt innan seilingar

Það eru margar ástæður fyrir því að vilja búa í miðborg Reykjavíkur. Fáar borgir eru huggulegri, skemmtilegri og fallegri, sérstaklega þegar sólin skín og hafgolan strýkur kinnar.

En kostir þess að búa miðsvæðis eru ekki síst fólgnir í því að hér er allt til alls – og aðeins steinsnar frá heimilinu. Menning, matur, afþreying, útivist, verslun og þjónusta – allt er í göngufæri.

Dæmi um íbúðir
Íbúð 410
Komið er inn í bjartan og hlýlegan gang og inn af honum er gestasalerni og rúmgott þvottaherbergi. Svefnherbergin eru tvö, það stærra með fataherbergi og baðherbergi. Eldhúsið er vel búið, bjart og rúmgott. Stofan er samliggjandi eldhúsinu og út frá því rými opnast svalirnar í átt að mannlífi borgarinnar.
Hæð:
4
Stærð:
108.6 m²
Herbergi:
2
Baðherbergi:
2
Svalir:
1
Bílastæði:
1
Íbúð 504
Hér vísa stóru svalirnar til hafs og lifandi hafnarlífsins en þær minni til austurs með útsýni yfir garðinn. Andrúmsloftið er því rólegt og notalegt í þessari stóru og björtu íbúð þar sem þægindin eru allt umlykjandi. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi með sér baðherbergi og út frá rúmgóðri stofunni er sjónvarps- herbergi þar sem hægt er að koma sér fyrir í góðu næði.
Hæð:
5
Stærð:
177.3 m²
Herbergi:
2
Baðherbergi:
3
Svalir:
2
Bílastæði:
2
Íbúð 507
Hér er um að ræða fallega horníbúð en það býður upp á næði og um leið fallegt útsýni út á hafið og yfir iðandi hafnarlífið – með svölum sem snúa að miðbænum. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi. Tvö þeirra eru með sér baðherbergi og það stærsta er einnig með innangengu fataherbergi.
Hæð:
5
Stærð:
196.4 m²
Herbergi:
3
Baðherbergi:
3
Svalir:
1
Bílastæði:
2
Íbúð 509
Opin og falleg íbúð með beinu aðgengi úr lyftu. Gluggar á þremur hliðum veita útsýni til suðurs, austurs og vesturs og gera íbúðina bjarta og notalega. Bæði svefnherbergin eru með sér baðherbergi og annað með sér fataherbergi. Eldhúsið er vel búið tækjabúnaði og í borðstofu opnast tvennar stórar svalir.
Hæð:
5
Stærð:
197.5 m²
Herbergi:
2
Baðherbergi:
3
Svalir:
2
Bílastæði:
2
Íbúð 512
Einstaklega falleg horníbúð með útsýni til austurs og norðurs yfir Hörpu. Stofan er björt og rúmgóð og út frá eldhúsinu opnast svalir. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og þaðan er innangengt í sér fataherbergi.
Hæð:
5
Stærð:
103.3 m²
Herbergi:
1
Baðherbergi:
1
Svalir:
1
Bílastæði:
1