Forsíða - Austurhofn

Nýr heimur við gömlu höfnina

Austurhöfn markar nýja tíma í borginni. Við Reykjavíkurhöfn rís nú glæsibygging með sjötíu og einni íbúð af ólíkum stærðum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Útsýnið er óviðjafnanlegt, ýmist á fjallahringinn eða út á hafið með öllum sínum svipbrigðum, höfnina eða nálægar borgargötur. Skipulag íbúðasvæðisins sækir innblástur til samskonar hafnarsvæða í evrópskum borgum. Arkitektúrinn er framsækinn en um leið klassískur þar sem leitað hefur verið eftir fyrirmyndum úr nærumhverfi Austurhafnar. Þekktar verslanir og spennandi veitingastaðir setja svip sinn á hverfið og gera miðborgarflóruna enn fjölbreyttari.

Veldu þitt heimili

Íbúðir Austurhafnar eru af margvíslegum stærðum og gerðum. Sumar bjóða upp á útsýni yfir hafið og aðrar yfir miðborgina. Allar eiga þær það sameiginlegt að ekkert hefur verið til sparað í efnisvali eða frágangi. Hverjar sem þarfir þínar eru getur þú fundið hér íbúð sem uppfyllir þínar ýtrustu kröfur.

Klassísk nýsköpun

Íbúðirnar í Austurhöfn og fólkið sem í þeim býr verða mikilvægur hluti af nýju og spennandi hverfi í borginni. Við hönnun svæðisins sóttu arkitektar hjá T.ark innblástur í það sem vel hefur heppnast í almenningsrými evrópskra borga. Á sama tíma er útlit bygginganna, með mismunandi klæðningu og áferð, tilvísun í byggingarsögu Reykjavíkur.

Ný viðmið í frágangi

Í Austurhöfn eru sett ný viðmið í frágangi og efnisvali og í þjónustu við íbúa. Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna innréttingar í íbúðirnar þannig að þær uppfylli ýtrustu óskir kröfuharðra kaupenda. Ekkert er sparað í efnisvali og allur frágangur samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Allar íbúðir eru búnar snjallheimiliskerfi sem býður upp á ótalmargar leiðir til að laga heimilið að þörfum íbúa.

Allt innan seilingar

Það eru margar ástæður fyrir því að vilja búa í miðborg Reykjavíkur. Fáar borgir eru huggulegri, skemmtilegri og fallegri, sérstaklega þegar sólin skín og hafgolan strýkur kinnar.

En kostir þess að búa miðsvæðis eru ekki síst fólgnir í því að hér er allt til alls – og aðeins steinsnar frá heimilinu. Menning, matur, afþreying, útivist, verslun og þjónusta – allt er í göngufæri.

Hafðu samband

Fasteignasalan Miklaborg hefur umsjón með sölu eigna í Austurhöfn. Á þessari stærstu fasteignasölu landsins starfa eingöngu löggiltir fasteignasalar og lögmenn sem veita bestu fáanlegu ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta á Íslandi.

Nánari upplýsingar um íbúðir Austurhafnar má fá með því að fylla út þetta form eða í síma 569 7000.

Hafðu samband

NAFN

SÍMI

TÖLVUPÓSTFANG

SKILABOÐ

Þessi síða er varin af reCAPTCHA og persónuverndarstefnu Google og skilmálar Google eiga við um hana.