Við sköpum lifandi hafnarhverfi í hjarta miðborgarinnar

71 íbúð við gömlu höfnina í Reykjavík. Einstök staðsetning í miðri borginni. Allt það besta við borgarlífið er innan seilingar. Golan blæs af hafi og Esjan blasir við.

Matur og menning í 101 Reykjavík

Gamla hafnarhverfið er í miðju borgarinnar. Íbúar þurfa ekki að leita langt til að finna fjölbreytta, alþjóðlega matargerð. Hægt er að týna sér á söfnum, tónleikastöðum og í mannlífinu sjálfu.

Minnsta stórborg í heimi

Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigríður Thorlacius tónlistarkona ræða saman um það sem gerir Reykjavík einstaka.

Yfirlit um verkefnið

2.700 fermetrar af verslunar- veitinga- og þjónusturými. 71 íbúð á fimm hæðum yfir jarðhæð. Byggingartími er frá júní 2017 til hausts 2019.